Innlent

Meirihlutinn heldur á Seltjarnarnesi

Randver Kári Randversson skrifar
Meirihluti Sjálfstæðismanna heldur velli á Seltjarnarnesi.
Meirihluti Sjálfstæðismanna heldur velli á Seltjarnarnesi.
Lokatölur:





Meirihluti Sjálfstæðisflokksins heldur velli á Seltjarnarnesi eftir að öll atkvæði hafa verið talin. Flokkurinn hlaut 52,6% atkvæða og fær fjóra bæjarfulltrúa af sjö.

Samfylkingin hlaut 29,4% og fær tvo bæjarfulltrúa.

Neslistinn hlaut 13,4% atkvæða og fær einn bæjarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn hlaut 4,6% atkvæða en engan bæjarfulltrúa.



Fyrstu tölur:

Samkvæmt fyrstu tölum frá Seltjarnarnesi heldur meirihluti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.

Atkvæðin skiptast svo:

B-listi Framsóknarflokks hefur 4,9% og engan mann.

D-listi Sjálfstæðisflokks hefur 51,2% og 5 menn.

N-listi Neslistans hefur 13,6% og 1 mann.

S-listi Samfylkingarinnar hefur 30,4% og 2 menn.

Alls hafa verið talin 1710 atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×