Innlent

„Þetta lítur mjög vel út"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Rósa er ángæð með fyrstu tölur.
Rósa er ángæð með fyrstu tölur.
„Þetta lítur mjög vel út, við erum ákaflega ánægð með þessar fyrstu tölur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkurinn er með 36,5 prósent fylgi miðað við fyrstu tölur úr Hafnarfirði og fimm bæjarfulltrúa. Flokkurinn heldur sínum borgarfulltrúum og missir rúmt prósentustig af fylginu, en fleiri flokkar eru í framboði nú og hefur fylgi annarra flokka dreifst talsvert meira

„Sjálfstæðisflokkurinn er í fyrsta sinn orðinn langstærsti stjórnmálaflokkurinn í Hafnarfirði,“ segir Rósa og heldur áfram: „Það eru tíðindin í þessu. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi í vetur og þetta er bara birtingamynd þess.“

Rósa er kát og er ánægð með stöðuna, en bendir á að þetta séu bara fyrstu tölur. „Það er samt frábær stemning hjá okkur. Við erum að fagna í félagsheimilinu okkar í Norðurbakka og skemmtum okkur vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×