Skorar á oddvita sinn að hlekkja sig við gröfu Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2014 13:15 Áslaug María Friðriksdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttur háðu hörkurimmu á Twitter þar til Halldór Halldórsson skakkaði leikinn Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira