Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2014 14:01 Myndbandið er áhrifaríkt. „Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“ Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira