Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2014 14:01 Myndbandið er áhrifaríkt. „Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira