"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. maí 2014 19:08 Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum. Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum.
Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46