Innlent

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp

Ingvar Haraldsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.

Ríkissaksóknari hefur lagt fram ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. Málið á rætur sínar að rekja til atviks sem átti sér stað árið 2012 sem varð til þess að maður lést.

Hjúkrunarfræðingurinn er í starfsleyfi.

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. Landspítalinn standi þó með hinum ákærða.

Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Heimildir Vísis herma að þetta sé mikið áfall fyrir starfsfólk spítalans. Í tilkynningu Landspítalans segir einnig að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því, þar sem ákæran hefði ekki verið formlega birt starfsmanninum eða spítalanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.