Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2014 19:44 Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“ Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira