Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2014 19:44 Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“ Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sagðist Einar hafa snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann hafi farið í meðferð fyrir átján mánuðum og verið edrú síðan. Hann sé auk þess trúlofaður og í fastri vinnu. Brot Einars áttu sér stað í ágúst árið 2011 og var hann í framhaldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. En það var ekki fyrr en 20. janúar 2014, tæplega tveimur og hálfu ári eftir að brotið átti sér stað, sem Ríkissaksóknari gaf út ákæru í málinu.Jóhannes Árnason, verjandi Einars, gagnrýnir málsmeðferð ríkissaksóknara og telur vafa leika á því hvort hún standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. „Þessi langa bið og svo að bæta ofan á svo þungum dómi, er að mínu mati, nokkuð þung refsing. Of þung refsing miðað við þá grunnreglu að menn eiga rétt á því að fá skorið úr sínum málum eins hratt og mögulegt er,“ segir Jóhannes. Hann segir það hafa verið einstaklega þungbært fyrir skjólstæðing sinn að bíða í þrjú ár eftir niðurstöðu dómstóla. Þó sé ekki enn komin endanlega niðurstaða í málinu, enda hefur Einar tekið ákvörðun um að áfrýja því til Hæstaréttar. „Reyna að fá Hæstarétt til þess að meta hans stöðu eins og hún er í raunveruleikanum og þar á meðal að líta til þessara meginreglna sem að hafa verið brotnar í þessu máli, sem að er réttur sakbornings til hraðrar málsmeðferðar.“
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira