Útskriftarnemar í Bangkok: Tómar götur og gaddavírsgirðing Bjarki Ármannsson skrifar 27. maí 2014 21:00 Frá vinstri: Þórarinn Már Kristjánsson, Elías Jónsson og Ármann Óskarsson við upphaf ferðarinnar. Mynd/Elías Jónsson Nú er tæp vika liðin frá því að tælenski hershöfðinginn Prayuth Chan-ocha tilkynnti umheiminum að her landsins hefði hrifsað til sín völdin. Síðan hefur útgöngubann verið sett á í Tælandi og leiðtogar vestrænna ríkja lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála. Fjöldi Íslendinga er staddur í landinu, meðal annars hópur í útskriftarferð frá verkfræðideild Háskóla Íslands sem er í Bangkok. Ármann Óskarsson, einn útskriftarnema, segir valdatökuna óneitanlega hafa sett svip sinn á ferðina. „Það er mjög merkilegt að horfa út á göturnar hérna frá hótelinu, “ segir Ármann. „Þær eru nánast alveg tómar. Þær væru alveg stappfullar ef ekki væri fyrir þetta útgöngubann.“ Útskriftarhópurinn hans Ármanns kom til Tælands á föstudaginn fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Þau gistu í Bangkok eina nótt en héldu svo í ferð út úr höfuðborginni. „Við fórum í Safari-ferð þar sem við gistum eina nótt í trjákofum og svo aðra á flekum á vatni í Khao San-þjóðgarðinum.“ Síðan fórum við í ferðamannabæinn Krabi sunnarlega á landinu og á þriðjudaginn fyrir rúmri viku tókum við eftir því að sjónvarpsstöðvarnar voru allar undirlagðar í skjámynd.“Stillimyndin sem blasir við á öllum sjónvarpsstöðvum í Tælandi.Mynd/Elías JónssonSkjámyndinn sést hér með fréttinni, en á henni stendur á ensku „National Peace and Order Maintaining Council“ og fyrir ofan texti með tælensku letri. Þetta var að kvöldi dagsins sem herinn tók völd í landinu. „Við urðum ekkert var við neitt þennan þriðjudag og miðvikudaginn þar á eftir, en á fimmtudaginn vorum við á kvöldgöngu í Krabi, sem venjulega er iðandi af lífi alla nóttina, og klukkan tíu fór fólk að draga fyrir sölubásana sína og búðir að loka. Meira að segja „ladyboy-arnir“ hurfu af götunum,“ segir Ármann. „Þá hafði bara verið sett útgöngubann um allt land milli tíu og timm um nótt og Tælendingarnir virtust taka þessu mjög alvarlega. 7-11 búðirnar lokuðu og þá er mikið sagt.“ Hann segir útskriftarnemana íslensku ekki hafa kippt sér upp við ástandið. „Við héldum því bara partý á sundlaugarbakkanum við litla hrifningu hinna gestanna.“ Daginn eftir segir Ármann þrjá úr hópnum hafa farið í leiðangur um bæinn og séð nokkra hermenn. „Það er eitthvað sem kallast Princess Residence þarna nálægt sem er venjulega opið fyrir gesti en þeir voru með „roadblock“ og sögðu okkur að snúa við. Við þorðum ekki öðru.“ Á laugardeginum hélt hópurinn svo á eyjuna Phi Phi, sem þekkt er fyrst og fremst fyrir skemmtanalíf sitt. „Þar var alveg bilað partý á ströndinni en menn hættu bara klukkan tíu um kvöld þó það væri engin lögregla þarna af viti. Ég held að það hafi verið samtals sex lögreglumenn á eyjunni en menn þorðu samt ekki að halda partýinu áfram. Daginn eftir voru menn hættir að taka þessu alvarlega þó að innfæddir hafi farið heim.“ Hópurinn er nú staddur í Bangkok á ný og heldur heim á leið á fimmtudaginn. Ármann segir andrúmsloftið í höfuðborginni ólíkt því sem hann upplifði í Krabi og Phi Phi. Lögregla keyri um og loki búðum sem eru með opið eftir klukkan tíu. Þá sé mikið um veggjakrot í borginni, með slagorðum á borð við „No coup.“ „Hér eru menn mun stressaðri. Það eru verðir við bílastæðið sem heilsa með hermennakveðju, ég er samt ekki viss um að þeir séu hermenn. Svo er aðaltorgið lokað hérna í borginni, gaddavírsgirðing í stóran radíus í kring.“ Ármann segir hópinn þó ekki hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu. „Eina böggið er að það er allt lokað á kvöldin og maður má ekki fara út. Sem er reyndar alveg galli í útskriftarferð.“ Tengdar fréttir Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins Yingluck Shinawatra hefur verið flutt á ónefndan stað ásamt fjölskyldumeðlimum. 23. maí 2014 13:45 Útgöngubann í Tælandi Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu. 22. maí 2014 22:43 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Nú er tæp vika liðin frá því að tælenski hershöfðinginn Prayuth Chan-ocha tilkynnti umheiminum að her landsins hefði hrifsað til sín völdin. Síðan hefur útgöngubann verið sett á í Tælandi og leiðtogar vestrænna ríkja lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála. Fjöldi Íslendinga er staddur í landinu, meðal annars hópur í útskriftarferð frá verkfræðideild Háskóla Íslands sem er í Bangkok. Ármann Óskarsson, einn útskriftarnema, segir valdatökuna óneitanlega hafa sett svip sinn á ferðina. „Það er mjög merkilegt að horfa út á göturnar hérna frá hótelinu, “ segir Ármann. „Þær eru nánast alveg tómar. Þær væru alveg stappfullar ef ekki væri fyrir þetta útgöngubann.“ Útskriftarhópurinn hans Ármanns kom til Tælands á föstudaginn fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Þau gistu í Bangkok eina nótt en héldu svo í ferð út úr höfuðborginni. „Við fórum í Safari-ferð þar sem við gistum eina nótt í trjákofum og svo aðra á flekum á vatni í Khao San-þjóðgarðinum.“ Síðan fórum við í ferðamannabæinn Krabi sunnarlega á landinu og á þriðjudaginn fyrir rúmri viku tókum við eftir því að sjónvarpsstöðvarnar voru allar undirlagðar í skjámynd.“Stillimyndin sem blasir við á öllum sjónvarpsstöðvum í Tælandi.Mynd/Elías JónssonSkjámyndinn sést hér með fréttinni, en á henni stendur á ensku „National Peace and Order Maintaining Council“ og fyrir ofan texti með tælensku letri. Þetta var að kvöldi dagsins sem herinn tók völd í landinu. „Við urðum ekkert var við neitt þennan þriðjudag og miðvikudaginn þar á eftir, en á fimmtudaginn vorum við á kvöldgöngu í Krabi, sem venjulega er iðandi af lífi alla nóttina, og klukkan tíu fór fólk að draga fyrir sölubásana sína og búðir að loka. Meira að segja „ladyboy-arnir“ hurfu af götunum,“ segir Ármann. „Þá hafði bara verið sett útgöngubann um allt land milli tíu og timm um nótt og Tælendingarnir virtust taka þessu mjög alvarlega. 7-11 búðirnar lokuðu og þá er mikið sagt.“ Hann segir útskriftarnemana íslensku ekki hafa kippt sér upp við ástandið. „Við héldum því bara partý á sundlaugarbakkanum við litla hrifningu hinna gestanna.“ Daginn eftir segir Ármann þrjá úr hópnum hafa farið í leiðangur um bæinn og séð nokkra hermenn. „Það er eitthvað sem kallast Princess Residence þarna nálægt sem er venjulega opið fyrir gesti en þeir voru með „roadblock“ og sögðu okkur að snúa við. Við þorðum ekki öðru.“ Á laugardeginum hélt hópurinn svo á eyjuna Phi Phi, sem þekkt er fyrst og fremst fyrir skemmtanalíf sitt. „Þar var alveg bilað partý á ströndinni en menn hættu bara klukkan tíu um kvöld þó það væri engin lögregla þarna af viti. Ég held að það hafi verið samtals sex lögreglumenn á eyjunni en menn þorðu samt ekki að halda partýinu áfram. Daginn eftir voru menn hættir að taka þessu alvarlega þó að innfæddir hafi farið heim.“ Hópurinn er nú staddur í Bangkok á ný og heldur heim á leið á fimmtudaginn. Ármann segir andrúmsloftið í höfuðborginni ólíkt því sem hann upplifði í Krabi og Phi Phi. Lögregla keyri um og loki búðum sem eru með opið eftir klukkan tíu. Þá sé mikið um veggjakrot í borginni, með slagorðum á borð við „No coup.“ „Hér eru menn mun stressaðri. Það eru verðir við bílastæðið sem heilsa með hermennakveðju, ég er samt ekki viss um að þeir séu hermenn. Svo er aðaltorgið lokað hérna í borginni, gaddavírsgirðing í stóran radíus í kring.“ Ármann segir hópinn þó ekki hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu. „Eina böggið er að það er allt lokað á kvöldin og maður má ekki fara út. Sem er reyndar alveg galli í útskriftarferð.“
Tengdar fréttir Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins Yingluck Shinawatra hefur verið flutt á ónefndan stað ásamt fjölskyldumeðlimum. 23. maí 2014 13:45 Útgöngubann í Tælandi Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu. 22. maí 2014 22:43 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fyrrum forsætisráðherra Tælands í haldi hersins Yingluck Shinawatra hefur verið flutt á ónefndan stað ásamt fjölskyldumeðlimum. 23. maí 2014 13:45
Útgöngubann í Tælandi Leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og vestrænna ríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum á stöðunni í Taílandi en nú er komið á útgöngubann í landinu. 22. maí 2014 22:43