Innlent

Jafnréttissáttmáli SÞ undirritaður í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stjórnarráð Íslands undirritaði í dag yfirlýsingu um að fylgja Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem öll ráðuneyti eins ríkis undirrita þennan sáttmála í sameiningu.

Undirritunin fór fram á opinni ráðstefnu UN Women á Íslandi, Festa og Samtaka atvinnulífsins á Hótel Nordica í dag, undir yfirskriftinni Aukið jafnrétti – Aukin hagsæld.Við sama tilefni undirrituðu aðilar frá þremur íslenskum fyrirtækjum og einu alþjóðlegu Jafnréttissáttmálann fyrir hönd sinna fyrirtækja.

Þá veitti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra Rio Tinto Alcan Hvatningarverðlaun jafnréttismála, fyrir framúrskarandi árangur á sviði jafnréttismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×