Innlent

Reyndi að ræna mann til að eiga fyrir fíkniefnum

Karlmaður í mjög annarlegu ástandi réðst á annan mann í miðborginni um klukkan hálf tvö í nótt og ætlaði að ræna hann til að eiga fyrir fíkniefnum, að sögn lögreglu.

Sá sem ráðist var á hlaut skurð á höfði og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en lögregla fann árásarmanninn og handtók hann.

Hann bíður nú yfirheyrslu í fangageymslum.

Laust fyrir miðnætti braut annar maður rúðu í kaffihúsi í miðborginni, ógnaði starfsfólki og vann spjöll á bíl, sem stóð þar fyrir utan. Hann var líka í annarlegu ástandi að sögn lögreglu og sefur nú úr sér vímuna í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×