Lífið

Pönkið lifir í Kópavogi

Ellý Ármanns skrifar
Ungir og gamlir áhugamenn um pönk mættu á Spot á tónleikana Pönkið lifir á fimmtudagskvöldið. Þar stigu á stokk tónlistarmenn sem tóku þátt í upphafi pönksins á Bretlandi og á Íslandi, Q4U, Fræbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols.

Tónleikarnir eru hluti af menningarhátíðinni Kópavogsdögum.

Meðal þeirra sem létu þessa tónleika ekki framhjá sér fara voru Krummi kenndur við hljómsveitina Mínus, Óli Palli á Rás 2, Hrafn Gunnlaugsson og bæjarstjóri Kópavogs Ármann Kr. Ólafsson. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×