Innlent

Íslenskar konur geta átt von á skaðabótum vegna PIP-brjóstapúða

Hjörtur Hjartarson skrifar

Franskur lögfræðingur sem staddur er hér á landi segir að íslenskar konur sem urðu fyrir skaða vegna pip-brjóstapúðanna geti átt rétt á miskabótum upp á að minnsta kosti tveimur milljónum króna. Hann er nú að undirbúa mál sem rekið verður í Frakklandi og hafa um 250 íslenskar konur sett sig í samband við hann.Um 400 þúsund konur um allan heim fengu grædda í sig pip púðana en í þá var sett iðnaðarsílikon sem meðal annars er notað í rúmdýnur. Rannsóknir sýndu að allt að þrefalt meiri líkur væru á að pip brjóstapúðar rofnuðu eftir tíu ár í líkama konu en púðar frá öðrum framleiðendum. Olivier Aumaitre hefur undanfarin fjögur ár rekið fjölmörg skaðabótamál gegn þeim sem taldir eru bera ábyrgð á þeim skaða sem konur hlutu vegna pip-brjóstapúðana. Framleiðandi brjóstapúðanna er gjaldþrota en fyrirtækið sem sá um gæðaeftirlitið með púðunum, TUV Reihnland, var fyrir skemmstu dæmt til að greiða 1700 konum 3000 evrur í skaðabætur en enn á eftir að úrskurða um upphæð miskabóta. Sá dómur opnaði dyrnar fyrir aðrar konur í sömu stöðu til að fá bætur.Aumaitre segir erfitt að spá fyrir um hversu háar bætur konurnar geti átt von á eða hvenær niðurstaða liggur fyrir. Hann telur þó raunhæft að áætla að þær fái á bilinu 10-15 þúsund evrur.Fjölmargar íslenskar konur hafa sett sig í samband við Vox lögmenn, samstarfsaðila Aumaitre á Íslandi. Hann hitti um 30 konur í gær en að auki hafa um 250 konur sent honum tölvupóst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.