Innlent

Baldvin Leifur leiðir J-listann í Snæfellsbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Þröstur Albertsson
Framboðslisti J-listans í Snæfellsbæ var kynntur nýverið en undanfarin tólf ár hefur listinn átt þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Baldvin Leifur Ívarsson, framkvæmdastjóri, tekur við oddvitasætinu af Kristjáni Þórðarsyni, bónda, sem situr nú í þriðja sæti.

Fríða Sveinsdóttir bókasafnasvörður skipar annað sæti listans. Svandís Jóna Sigurðardóttir kennari skipar svo fjórða sæti listans.

Efstu sæti J-listans:

1. Baldvin Leifur Ívarsson, framkvæmdastjóri.

2. Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður.

3. Kristján Þórðarson, bóndi.

4. Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari.

5. Ari Bent Ómarsson, skrifstofumaður.

6. Gísli Bjarnason, skipstjórnarmaður.

7. Marta S. Pétursdóttir, umönnun.

8. Guðmundur Ólafsson, verkstjóri.

9. Guðný H. Jakobsdóttir, bóndi.

10. Drífa Skúladóttir, verslunarmaður.

11. Ása Gunnarsdóttir, húsmóðir og nemi.

12.Atli Már Hafsteinsson, verslunarmaður.

13. Matthildur Kristmundsdóttir, umönnun.

14. Þorbjörg Alexandersdóttir, skrifstofumaður.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×