Dögun þurfti að breyta heiti framboðsins í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 11:51 Dögun og sjóræningjar var talið geta ruglað kjósendur Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10
Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28
Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01
"Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13