Jón Arnór og Sigmundur töfruðu fram atkvæði Framsóknarflokksins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 14:47 Sigmundur og Jón Arnór voru flottir saman. Vísir/Aðsent Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32