Innlent

Skíðasvæðið á Siglufirði opið um helgina

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið um helgina. Svæðið opnar á morgun, laugardaginn 17.maí klukkan 11 og lokar klukkan 16.

Mikill snjór er á svæðinu, allt frá einum metra upp í átta metra.  Sumar er í lofti og hlýindi töluverð víðast hvar á landinu og því miklar líkur á að þetta sé síðasta tækifæri skíðafólks á Siglufirði að skella sér á skíði.

Þá verður skíðasvæðið Oddskarði einnig opið allar helgar í júní, frá föstudegi fram að sunnudegi ef veður og færi leyfa.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hæg suðlæg breytileg átt í dag á landinu öllu, skýjað með köflum og skúr á stöku stað. Hiti verður um fimm til þrettán stig að deginum og hlýjast verður suðaustanlands í dag en vestan til á morgun.  

Gert er ráð fyrir fimm til þrettán metrum á sekúndu austan- og norðaustan til á morgun, hvassast á Vestfjörðum og rigning á köflum víða um land. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×