Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu þingflokks Pírata um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu.
Í kjölfarið verður skipaður stýrihópur af heilbrigðisráðherra sem meðal annars mun taka til skoðunar félagslega þjónustu fyrir vímuefnaneytendur, leiðir til að efla forvarnir og upplýsta umræðu í samfélaginu, og hvort afnema skuli refsingar fyrir vörslu á neysluskömmtum.
Á vefsíðu Pírata er meðflutningsmönnum frumvarpsins þakkað fyrir stuðninginn en meðal stefnumála Pírata fyrir síðustu kosningar var að endurskoða refsistefnu í vímuefnamálum.
Nánar má lesa um þingsályktunartillöguna á vefsíðu Pírata.
Alþingi samþykkir tillögu Pírata um mótun vímuefnastefnu
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
