Innlent

Féll fullur af hestbaki

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. VÍSIR/PJETUR
Karlmaður var fluttur á slysadeild  til skoðunar í gærkvöldi eftir að hann féll af hestbaki. Atvikið átti sér stað í Austurborginni. Lögreglan fékk tilkynningu vegna málsins rétt upp úr klukkan 21. Maðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður á hestbaki.

Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom einnig fram að vaktin í gærkvöldi og nótt hefði verið erilsöm og talsvert hefði verið um útköll í heimahús vegna hávaða. Einnig hafi verið nokkuð um útköll víðsvegar um borgina vegna ýmiskonar ölvunarmála. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×