Sögufræg stríðsvél á leið til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2014 13:15 Flugvélin er sú eina sem eftir er af þeim sem fallhlífahermenn stukku úr í innrásinni í Normandí á D-daginn þann 6. júní árið 1944. Mynd/Getty. Flugvél sem verður einn af hápunktum minningarathafna í Evrópu vegna 70 ára afmælis innrásarinnar í Normandí millilendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag. Þetta er svokallaður þristur, Douglas C-47, en farþegaútgáfan kallaðist DC-3. Þetta er eina flugvélin sem eftir er flughæf í heiminum af þeim sem fluttu fallhlífahermenn í fyrstu árásarhrinunni frá Englandi til stranda Frakklands þann 6. júní árið 1944, eða D-daginn svokallaða, sem markaði þáttaskil í frelsun Evrópu undan oki nasista. Flugvélin ber heitið Whisky 7 og er í eigu flugminjasafns í New York-ríki. Á innrásardaginn var hún forystuvél einnar flugsveitarinnar. Í minningarathöfnum í tilefni afmælisins er áformað að fallhlífarhermenn stökkvi úr henni á ný yfir Normandí. Þjóðarleiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Vladimir Pútín, hafa boðað komu sína. Það er mikið og flókið verk að ferja svo gamlan grip yfir Atlanthafið og þurfti að gera endurbætur á henni fyrir um 30 milljónir króna áður en óhætt þótti að leggja af stað. Ferjuflugið frá New York tekur nokkra daga en vélin millilenti í Maine, Goose Bay á Labrador og á laugardag í Narsarssuaq á Grænlandi. Þaðan hóf hún sig til flugs klukkan 11.27 í morgun og er búist við henni til Reykjavíkur um klukkan fjögur síðdegis. Héðan liggur leiðin til Skotlands á morgun. Þessi sama flugvél tók einnig þátt í loftbrúnni til Berlínar á árunum 1948 til 1949 þegar Sovétmenn lokuðu öllum landleiðum til borgarinnar á upphafsárum kalda stríðsins. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Flugvél sem verður einn af hápunktum minningarathafna í Evrópu vegna 70 ára afmælis innrásarinnar í Normandí millilendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag. Þetta er svokallaður þristur, Douglas C-47, en farþegaútgáfan kallaðist DC-3. Þetta er eina flugvélin sem eftir er flughæf í heiminum af þeim sem fluttu fallhlífahermenn í fyrstu árásarhrinunni frá Englandi til stranda Frakklands þann 6. júní árið 1944, eða D-daginn svokallaða, sem markaði þáttaskil í frelsun Evrópu undan oki nasista. Flugvélin ber heitið Whisky 7 og er í eigu flugminjasafns í New York-ríki. Á innrásardaginn var hún forystuvél einnar flugsveitarinnar. Í minningarathöfnum í tilefni afmælisins er áformað að fallhlífarhermenn stökkvi úr henni á ný yfir Normandí. Þjóðarleiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Vladimir Pútín, hafa boðað komu sína. Það er mikið og flókið verk að ferja svo gamlan grip yfir Atlanthafið og þurfti að gera endurbætur á henni fyrir um 30 milljónir króna áður en óhætt þótti að leggja af stað. Ferjuflugið frá New York tekur nokkra daga en vélin millilenti í Maine, Goose Bay á Labrador og á laugardag í Narsarssuaq á Grænlandi. Þaðan hóf hún sig til flugs klukkan 11.27 í morgun og er búist við henni til Reykjavíkur um klukkan fjögur síðdegis. Héðan liggur leiðin til Skotlands á morgun. Þessi sama flugvél tók einnig þátt í loftbrúnni til Berlínar á árunum 1948 til 1949 þegar Sovétmenn lokuðu öllum landleiðum til borgarinnar á upphafsárum kalda stríðsins.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira