Björn Blöndal vill taka við borgarstjórastólnum Hjörtur Hjartarson skrifar 1. maí 2014 19:30 Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira