Innlent

Telja ólöglega staðið að uppsögnum hjá Vísi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Stéttarfélagið Framsýn hefur fengið fund með Vinnumálastofnun og lögfræðingum félagsins í næstu viku. Félagði telur ólöglegt að fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf. beini starfsmönnum fyrirtækisins á atvinnuleysisbætur frá og með 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest.

Í tilkynningu frá Framsýn segir að eftir fundinn næsta miðvikudag verði ákvörðun tekin um framhald málsins.

Eins og fram hefur komið hefur Vísir hf. ákveðið að loka starfsstöð fyrirtækisins með mánaðar fyrirvar og var síðasti vinnsludagur í fyrirtækinu síðasta fimmtudag.

Framsýn vísar til þeirra starfsmanna sem ekki munu flytja sig um set til Grindavíkur.


Tengdar fréttir

Sjávarpláss of háð einu fyrirtæki

Bæjarstjórinn á Ísafirði segir allt of mörg sjávarþorp eiga allt undir einum atvinnurekenda. Sjávarútvegráðherra hefur áhyggjur af smærri byggðarlögum vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækja þaðan.

Staða smærri byggðarlaga áhyggjuefni

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, segir stöðu smærri byggðarlaga í sjávarútvegi vera áhyggjuefni. Byggðastofnun mun skila skýrslu strax eftir páska með leiðum til að viðhalda sjávarútvegi í smærri byggðum landsins.

Neyðast til að flytja þvert yfir landið

Justyna Gronek og fjölskylda hennar hefur búið á Húsavík í fimm ár. Þau flytja nú til Grindavíkur þrátt fyrir að hafa nýlega fest kaupa á íbúð á Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×