Innlent

Samfylking og Frjálslyndi flokkurinn renna saman í nýjan lista

Sveinn Arnarsson skrifar
Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Gréta leiðir nýjan K-lista
Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Gréta leiðir nýjan K-lista
Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. 

Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa.



Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:

  1. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri
  2. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri
  3. Hanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveislu
  4. Ingvar Björn Ingimundarson, nemi
  5. Guðni Kristjánsson, ráðgjafi
  6. Guðný H Kjartansdóttir, verkakona
  7. Gísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandi
  8. Þorgerður Eva  Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúi
  9. Jón G. Jóhannesson, sjómaður
  10. Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri
  11. Helgi Thorarensen, prófessor
  12. Benjamín Baldursson, nemi
  13. Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóri
  14. Þorsteinn T. Broddason, verkefnastjóri
  15. Guðrún Helgadóttir , deildarstjóri
  16. Leifur Eiríksson, gæðastjóri
  17. Pálmi Sighvatsson, bólstrari
  18. Ingibjörg Hafstað, bóndi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×