Samfylking og Frjálslyndi flokkurinn renna saman í nýjan lista Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 17:15 Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Gréta leiðir nýjan K-lista Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa. Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóriSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóriHanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveisluIngvar Björn Ingimundarson, nemiGuðni Kristjánsson, ráðgjafiGuðný H Kjartansdóttir, verkakonaGísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandiÞorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúiJón G. Jóhannesson, sjómaðurSteinar Skarphéðinsson, vélstjóriHelgi Thorarensen, prófessorBenjamín Baldursson, nemiSigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóriÞorsteinn T. Broddason, verkefnastjóriGuðrún Helgadóttir , deildarstjóriLeifur Eiríksson, gæðastjóriPálmi Sighvatsson, bólstrariIngibjörg Hafstað, bóndi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa. Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóriSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóriHanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveisluIngvar Björn Ingimundarson, nemiGuðni Kristjánsson, ráðgjafiGuðný H Kjartansdóttir, verkakonaGísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandiÞorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúiJón G. Jóhannesson, sjómaðurSteinar Skarphéðinsson, vélstjóriHelgi Thorarensen, prófessorBenjamín Baldursson, nemiSigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóriÞorsteinn T. Broddason, verkefnastjóriGuðrún Helgadóttir , deildarstjóriLeifur Eiríksson, gæðastjóriPálmi Sighvatsson, bólstrariIngibjörg Hafstað, bóndi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira