Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 3-0 | Miklir yfirburðir hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 8. maí 2014 09:48 Vísir/Valli FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira