Rósa Guðbjartsdóttir: "Skuldastaðan er slæm“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 10:03 Rósa Guðbjartsdóttir og sonur hennar, Sigurgeir Jónasson, við opnun Kosningaskrifstofu flokksins Rósa Guðbjartsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er bjartsýn á gengi flokksins í komandi bæjarstjóarnarkosningum. Flokkurinn hefur nú fimm menn í bæjarstjórn og er markmiðið að bæta við manni og fá hreinan meirihluta í Hafnarfirði; í fyrsta sinn í sögunni. „Kosningabaráttan er að byrja af krafti núna, opnir fundir framboða eru að fara í gang og kosningaskrifstofur að opna hver á fætur annarri í og við miðbæinn,“ segir Rósa. Rósa telur markmiðið að laga fjárhagsstöðu bæjarins, lækka skuldir og bæta atvinnuástandið í bænum. „Við höfum verið að finna fyrir góðum stuðningi í bænum, okkar málflutningur hefur hljómgrunn í bænum og ég er bjartsýn. Stóru málin eru auðvitað fjármál sveitarfélagsins, þau hafa náttúrulega verið gagnrýnd í ýmsum málum, einna mest við endurfjármögnun sveitarfélagsins.“ Rósa gagnrýnir hvernig fjármálastjórnun bæjarfélagsins hefur verið háttað í tíð vinstri manna. „Skuldastaðan er slæm sem hefur aukist í valdatíð vinstrimanna á síðustu 12 árum. Skuldirnar standa nú í um 40 milljörðum sem er um 1.5 milljón á hvert mannsbarn í bænum. Við teljum að frumskilyrðið sé að auka umsvif í bænum, fá fleiri fyrirtæki í bæinn og aukið tekjur bæjarsjóðs. Það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar. Þannig getum við náð niður skuldum. Það er ekki hægt að skera meira niður í grunnþjónsutu sveitarfélagsins.“ segir Rósa. Þegar Rósa var spurð að því hvort hún væri bæjarstjóraefni flokksins játaði hún því. „Ég er bæjarstjóraefni flokksins ef Sjálfstæðismenn verða í þeirri aðstöðu eftir kosningar, þetta ræðst auðvitað á úrslitum kosninga.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er bjartsýn á gengi flokksins í komandi bæjarstjóarnarkosningum. Flokkurinn hefur nú fimm menn í bæjarstjórn og er markmiðið að bæta við manni og fá hreinan meirihluta í Hafnarfirði; í fyrsta sinn í sögunni. „Kosningabaráttan er að byrja af krafti núna, opnir fundir framboða eru að fara í gang og kosningaskrifstofur að opna hver á fætur annarri í og við miðbæinn,“ segir Rósa. Rósa telur markmiðið að laga fjárhagsstöðu bæjarins, lækka skuldir og bæta atvinnuástandið í bænum. „Við höfum verið að finna fyrir góðum stuðningi í bænum, okkar málflutningur hefur hljómgrunn í bænum og ég er bjartsýn. Stóru málin eru auðvitað fjármál sveitarfélagsins, þau hafa náttúrulega verið gagnrýnd í ýmsum málum, einna mest við endurfjármögnun sveitarfélagsins.“ Rósa gagnrýnir hvernig fjármálastjórnun bæjarfélagsins hefur verið háttað í tíð vinstri manna. „Skuldastaðan er slæm sem hefur aukist í valdatíð vinstrimanna á síðustu 12 árum. Skuldirnar standa nú í um 40 milljörðum sem er um 1.5 milljón á hvert mannsbarn í bænum. Við teljum að frumskilyrðið sé að auka umsvif í bænum, fá fleiri fyrirtæki í bæinn og aukið tekjur bæjarsjóðs. Það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar. Þannig getum við náð niður skuldum. Það er ekki hægt að skera meira niður í grunnþjónsutu sveitarfélagsins.“ segir Rósa. Þegar Rósa var spurð að því hvort hún væri bæjarstjóraefni flokksins játaði hún því. „Ég er bæjarstjóraefni flokksins ef Sjálfstæðismenn verða í þeirri aðstöðu eftir kosningar, þetta ræðst auðvitað á úrslitum kosninga.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira