Oddviti Íbúahreyfingarinnar: "Á betri stað en hjá Samfylkingu“ 9. maí 2014 11:29 Sigrún Pálsdóttir hættir í Samfylkingu. Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira