„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2014 10:04 Brynhildur Ólafsdóttir segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í Grindavík. Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sem birtist á vefsíðu Kvennablaðsins. Þar segir hún meðal annars frá því þegar hún var að labba heim frá vinkonu sinni og sex strákar réðust á hana og lömdu hana. „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig,“ segir í pistlinum sem má lesa í heild sinni að neðan. Brynhildur segist einnig hafa orðið fyrir einelti af völdum kennara síns í bænum en Vísir hefur að undanförnu greint frá því að kennari í Grunnskóla Grindavíkur, sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti, sé enn við störf í skólanum.Brynhildur skrifað í pistli sínum að hún hafi verið auðvelt skotmark. „Ég ætla að rifja upp eitt atvik frá því að ég var barn. Eitt sinn var ég að labba heim frá vinkonu minni og þá réðust á mig sex strákar, ég reyndi að hlaupa undan þeim en datt og þá náðu þeir mér og lömdu mig, settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig. Þegar ég kom heim spurðu mamma mig og pabbi hvað hefði komið fyrir og ég sagði þeim hvað hafði gerst. Þau höfðu samband við skólann en það var ekkert aðhafst." Hún segir frá því að skólaganga hennar hafi verið erfið og hún hafi sífellt verið uppnefnd af krökkum og barin hvar og hvænær sem er. „Ég var lítil miðað við aldur og stækkaði ekki eftir fermingu og þá var farið að kanna hverju sætti og ég var send í rannsóknir sem leiddu í ljós að heiladingullinn starfaði ekki rétt og fékk ég þá viðeigandi lyf. En í skólanum var gert grín af mér fyrir þær sakir hversu seinþroska ég var." Brynhildur talar einnig um að hún hafi verið lögð í einelti af hendi kennara í Grunnskóla Grindavíkur. „Ég fékk sífellt að heyra það frá hendi umrædds kennara hversu heimsk ég væri. Hann var sífellt að setja út á lesturinn og skriftina mína. Hann sagði oft við mig hluti eins og: “Þú skilur ekkert. Þú veist ekkert í þinn haus. Þú getur ekki lesið neitt því að það kemur allt vitlaust útúr þér.” Brynhildur segir að kennarinn hafi sagt þetta fyrir framan aðra nemendur í bekknum. Pistil Brynhildar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða "Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns.“ 9. apríl 2014 10:41 Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta „Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“ 11. apríl 2014 14:23 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sem birtist á vefsíðu Kvennablaðsins. Þar segir hún meðal annars frá því þegar hún var að labba heim frá vinkonu sinni og sex strákar réðust á hana og lömdu hana. „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig,“ segir í pistlinum sem má lesa í heild sinni að neðan. Brynhildur segist einnig hafa orðið fyrir einelti af völdum kennara síns í bænum en Vísir hefur að undanförnu greint frá því að kennari í Grunnskóla Grindavíkur, sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti, sé enn við störf í skólanum.Brynhildur skrifað í pistli sínum að hún hafi verið auðvelt skotmark. „Ég ætla að rifja upp eitt atvik frá því að ég var barn. Eitt sinn var ég að labba heim frá vinkonu minni og þá réðust á mig sex strákar, ég reyndi að hlaupa undan þeim en datt og þá náðu þeir mér og lömdu mig, settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig. Þegar ég kom heim spurðu mamma mig og pabbi hvað hefði komið fyrir og ég sagði þeim hvað hafði gerst. Þau höfðu samband við skólann en það var ekkert aðhafst." Hún segir frá því að skólaganga hennar hafi verið erfið og hún hafi sífellt verið uppnefnd af krökkum og barin hvar og hvænær sem er. „Ég var lítil miðað við aldur og stækkaði ekki eftir fermingu og þá var farið að kanna hverju sætti og ég var send í rannsóknir sem leiddu í ljós að heiladingullinn starfaði ekki rétt og fékk ég þá viðeigandi lyf. En í skólanum var gert grín af mér fyrir þær sakir hversu seinþroska ég var." Brynhildur talar einnig um að hún hafi verið lögð í einelti af hendi kennara í Grunnskóla Grindavíkur. „Ég fékk sífellt að heyra það frá hendi umrædds kennara hversu heimsk ég væri. Hann var sífellt að setja út á lesturinn og skriftina mína. Hann sagði oft við mig hluti eins og: “Þú skilur ekkert. Þú veist ekkert í þinn haus. Þú getur ekki lesið neitt því að það kemur allt vitlaust útúr þér.” Brynhildur segir að kennarinn hafi sagt þetta fyrir framan aðra nemendur í bekknum. Pistil Brynhildar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða "Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns.“ 9. apríl 2014 10:41 Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta „Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“ 11. apríl 2014 14:23 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03
Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða "Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns.“ 9. apríl 2014 10:41
Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta „Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“ 11. apríl 2014 14:23