Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2014 18:48 Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp. Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp.
Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56
Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38
Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30
Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00