Innlent

Sumarið ekki alveg komið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Mikil veðurblíða hefur verið víðast hvar á landinu síðustu daga. Bjart hefur verið í veðri og náði hitinn hæst 18,1 gráðu í Skaftafelli. Á Sauðárkróki náði hitinn hæst 17,1 gráðu og 15,2 gráðum á Akureyri. Þá fengu höfuðborgarbúar einnig að njóta veðurblíðunnar á suðvesturhorni landsins og náði hitinn hæst 13,5 gráðum. Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli um helgina og var mikill erill í sundlaugum borgarinnar.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að einhver veðurblíða verði næstu daga en ekki eins og verið hefur síðastliðna daga. „Það verður bjart á suðvesturhorninu en hitinn fer örugglega ekki upp fyrir 10 gráður. Veður verður þó bjart og fallegt.“

Þá segir Trausti Jónsson veðurfræðingur að veður sé óvenju gott miðað við árstíma og segir ekki miklar líkur á að sumarið sé komið. Það verði í fyrsta lagi í júnímánuði.

Í dag er gert ráð fyrir austlægri átt, þrjár til átta gráður en skúrir sunnan og suðvestantil á landinu. Austan fimm til tíu gráður á morgun, bjart á köflum og þurrt að kalla. Hiti yfirleitt tvö til tíu stig að deginum, hlýjast stuðvestan til.

Fréttastofa hvetur lesendur sína að senda veðurmyndir á netfangið ritstjorn@visir.is eða á Instagram með merkingunni #sumar2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×