Lífið

Tekur Presley í karókí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þriðja undanúrslitakvöld Ísland Got Talent verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Í þættinum berjast keppendur um pláss í úrslitaþættinum. Aron Hannes er meðal keppenda og við kynnumst honum aðeins betur.

Fullt nafn: Aron Hannes Emilsson

Aldur: Nýorðinn 17 ára

Símanúmer til að kjósa hann í Ísland Got Talent: 9009508

Af hverju á fólk að kjósa þig?

Ef fólk fílar mig sem söngvara og tónlistarmann og langar að hjálpa mér til að láta drauminn minn rætast, þá má fólk endilega gefa mér eitt eða fleiri atkvæði. Því fleiri atkvæði, því meiri líkur á að þú gætir unnið rosa sjónvarp! Bara win/win-dæmi.

Hvaða lag tekur þú í karókí?

Feeling good og flest lög með Presley. 

Jón Jónsson eða Þórunn Antonía?

Jón Jónsson er frábær gaur og hann hefur alltaf haft trú á mér. Svo er hann líka bara ein besta fyrirmyndin, og þó víðar væri leitað, hann fengi allavega helling af atkvæðum frá mér ef hann væri að keppa í Got Talent. Hins vegar er Þórunn frábær söng- og listakona og svo er útlitið ekki að skemma fyrir henni.


Tengdar fréttir

Hvern ætlar þú að kjósa á sunnudaginn?

Næsta sunnudagskvöld fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá næstu átta atriði sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljóna verðlaunafé í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×