Innlent

Ástþór tók lögin í sínar hendur við Geysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/magnús hlynur
Ástþór Magnússon opnaði stórt hlið á Geysissvæðinu í dag og ávarpaði almenning á svæðinu með gjallarhorni að nú væri frítt inn. 

Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan eitt en að sögn fréttamanns 365 gekk stór hópur ferðamanna inn á svæðið með Ástþóri.

Verðir á Geysissvæðinu hörfuðu og hleyptu almenningi óáreitt inn á svæðið. Nú er opið inn á Geysissvæðið og virðist svo vera að enginn gjaldtaka sé til staðar í augnablikinu.

Ögmundur Jónasson, þingmaður, er einnig mættur á svæðið til þess að mótmæla gjaldtökunni en fyrr í dag sagaði Steingrímur Gunnarsson, leiðsögumaður, í sundur keðju svo hægt væri að opna hliðið.

visir/magnús hlynur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×