Vigdís segir engan vanda að vinna upp fylgi á tveimur mánuðum Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2014 13:48 Vigdís vill ekki gefa neitt út um hvort hún leggi í þann slag að leiða framsóknarmenn í borginni. visir/gva Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“ Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira