Vigdís segir engan vanda að vinna upp fylgi á tveimur mánuðum Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2014 13:48 Vigdís vill ekki gefa neitt út um hvort hún leggi í þann slag að leiða framsóknarmenn í borginni. visir/gva Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“ Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira