Innlent

Boðað verður til verkfalls háskólakennara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. visir/Vilhelm
Stjórn félags háskólakennara hefur boðað til verkfalls en þetta staðfesti Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara, í samtali við fréttastofu.

Takist ekki að semja við ríkið mun verkfallið fara fram á tímabilinu 25. apríl til 10. maí á lögbundnum próftíma.

Félag háskólakennara fundaði fyrir hádegi dag við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara en þeim fundi er nú lokið.

Kennarar við Háskóla Íslands samþykktu verkfall í mars. 502 kennarar sögðu já við verkfalli í atkvæðagreiðslu en nei sögðu 104. 920 manns voru á kjörskrá og 606 manns kusu í atkvæðagreiðslunni.


Tengdar fréttir

Með helmingi lægri laun en kollegarnir

Félag háskólakennara samþykkti í dag verkfall með miklum meirihluta. Ef samningar við ríkið nást ekki á næstu vikum hefst verkfallið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×