Innlent

Síðasti séns að falla frá verkfallsboðun í HÍ á morgun

Ingvar Haraldsson skrifar
Jörundur Guðmundsson formaður Félags Háskólakennara.
Jörundur Guðmundsson formaður Félags Háskólakennara. Vísir/Daníel
Á morgun, 9. apríl, er síðasti dagurinn sem félagsmenn í  Félagi Háskólakennara við Háskóla Íslands hafa til að ákveða hvort þeir fari í verkfall á lögbundnum prófatíma, frá 25. apríl til 10. maí.

Fyrsti formlegi samningafundurinn milli Félags Háskólakennara og samninganefndar ríkisins í tvær vikur fer fram í fyrramálið. Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, sagði að ef ekki verði samið á morgun verði ekki fallið frá boðuðu verkfalli. „Við munum ekki hætta við verkfallsboðun nema samningar náist.“

Jörundur segir að betur muni skýrast hve langt sé á milli samningsaðila eftir fundinn á morgun.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Háskóla Íslands er ljóst að ef samið verður fyrir 25. apríl verður ekki af fyrirhugðu verkfalli. Þá munu próf fara fram á hefðbundnum próftíma.

Aðilar að Félagi Háskólakennara eru þeir kennarar sem ekki eru prófessorar auk annars háskólamenntaðs stjórnsýslufólks í Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×