Innlent

Kosning háskólakennara verður bindandi

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Háskólamenntaðir starfsmenn Háskóla Íslands kjósa um verkfall.
Háskólamenntaðir starfsmenn Háskóla Íslands kjósa um verkfall. VÍSIR
Í fyrramálið mun liggja fyrir hvort háskólakennarar og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn við Háskóla Íslands og stofnanir hans fari í verkfall.

„Rafræn kosning stendur til miðnættis í kvöld en hún hófst á mánudaginn síðastliðinn. Kjörstjórn opnar kosninguna tíu í fyrramálið. Þegar hefur meira en helmingur félagsmanna í Félagi háskólakennara greitt atkvæði. Því er það ljóst að kosningin verður bindandi,“ segir Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara.

Ef til verkfalls kemur mun það standa yfir á prófatíma, 25. apríl til 10. Maí. Er það mat stjórnar Félags háskólakennara að þessi tímasetning sé sú áhrifaríkasta sem völ er á miðað við núverandi aðstæður.

Nemendur geta þá ekki þreytt próf á tilskyldum tíma og þar af leiðandi ekki skilað námsárangri sem nauðsynlegur er til að fá greidd út námslán.

Vigfús Rúnarsson, varaformaður Stúdentaráðs, segist hafa sent fyrirspurn til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um það hvort undanþágur verði veittar. Hann segir afstöðu LÍN vera skýra og ekki verði gerðar undanþágur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×