Innlent

Háskólakennarar hafa fjóra daga til að tilkynna hvort farið verður í verkfall

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Kennarar, og annað háskólamenntað stjórnsýslufólk í Háskóla Íslands, hafa fjóra daga til að tilkynna um hvort af verkfalli verður á lögbundnum prófatíma í apríl og maí.

Formaður Félags háskólakennara segir samninganefndirnar hingað til aðeins hafa fundað óformlega.



Kennarar við Háskóla Íslands samþykktu verkfall tuttugasta og annan mars síðastliðinn með miklum meirihluta og síðustu vikur hefur Samninganefnd Félags háskólakennara fundað óformlega með samninganefnd ríkisins.

Tilkynna þarf verkfallsboðun fimmtán dögum fyrir fyrirhugað verkfall, eða 10. apríl næstkomandi.

Deiluaðilar hafa því aðeins fjóra daga til stefnu til að komast að samkomulagi.

Jörundur Guðmundsson,formaður Félags háskólakennara, segir að unnið sé eftir ákveðinni aðgerðaáætlun þó að fundirnir séu óformlegir.

Hann segir stöðuna óljósa en á von á að formlegar viðræður hefjist í vikunni.

Ef af verkfalli verður munu kennarar og annað háskólamenntað stjórnsýslufólk í Háskóla Íslands leggja niður störf á lögmundnum prófatíma, frá 25. apríl til 10. maí.

Jörundur segir að nýir samningar framhaldsskólakennara, sem undirritaðir voru á föstudag eftir þriggja vikna verkfall, hafi ekki áhrif á viðræður háskólakennara við ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×