Innlent

Katrín segir þingmönnum hafa borist hátt í 3000 áskoranir

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Katrín Júlíusdóttir er ánægð með nemendur
Katrín Júlíusdóttir er ánægð með nemendur
Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði frá því á facebook síðu sinni í dag að sér hefðu síðasta sólarhringinn borist hátt í 3000 tölvupóstar frá Háskólanemum sem innigheldur áskorun vegna fyrirhugaðs verkfalls Háskólakennara. Katrín segist dást að krafti nemendanna.

Tölvupósturinn var sendur á þingmenn á alla þingmenn á Alþingi.



Í tölvupóstinum stendur:

"Kæra Katrín,

Þar sem þú ert kjörinn fulltrúi okkar Íslendinga þá á ég erindi við þig:

Verkfall það sem vofir yfir Háskóla Íslands á prófatímum er mikið áfall fyrir 14.000 stúdenta, 4400 starfsmenn skólans og samfélagið allt. Veruleikinn sem blasir við stúdentum er napur og afleiðingarnar yrðu hörmulegar; verkfall mun eyðileggja prófatímabil stúdenta, útborgun námslána, sumarvinnur og kostnaðarsamar ferðaáætlanir.

Setjast þarf að samningaborðinu strax og allur þungi lagður í að ná samningum fyrir 9. apríl. Nauðsynlegt er að fjármálaráðherra og þingheimur útvegi fé svo ná megi fram ásættanlegum og réttlátum samningum við kennara. Aðeins þannig má tryggja samkeppnishæfni íslenskra menntastofnanna á alþjóðamælikvarða.

Við krefjumst þess að samningar náist áður en boða þarf til verkfalls þann 9 apríl. Ég skora á þig að leggja þitt á vogarskálarnar og tryggja að svo verði. 14.000 stúdentar eru örvæntingarfullir og þann 9. apríl verða þeir milli steins og sleggju."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×