Innlent

Með helmingi lægri laun en kollegarnir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara,
Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara,
Félag háskólakennara samþykkti í dag verkfall með miklum meirihluta. Ef samningar við ríkið nást ekki á næstu vikum hefst verkfallið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir nemendur.

Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk í gær. Niðurstöður úr talningu lágu fyrir um klukkan hálf ellefu í dag, en 920 eru á kjörskrá og 606 kusu. 502 kennarar sögðu já við afmörkuðu verkfalli en nei sögðu 104. 

Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir óásættanlegt að háskólamenntað stjórnsýslufólk á Íslandi sé á helmingi lægri launum en kollegar þeirra á Norðurlöndunum.

„Við erum komin alltof langt aftur úr. Dæmigerður lektor á Íslandi er með innan við 500 þúsund á mánuði með allri yfirvinnu, á meðan danskur lektor er með talsvert yfir milljón. Þarna er ansi mikill munur á,“ segir Jörundur.

Samninganefnd Félags háskólakennara mun á næstu dögum funda með samninganefnd ríkisins og í framhaldinu mun stjórn félagsins taka afstöðu til þess hvort verkfallsvopninu verði beitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×