Innlent

3.500 nemar hafa skorað á ráðamenn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þurfa að boða til verkfalls fyrir miðnætti í kvöld.
Þurfa að boða til verkfalls fyrir miðnætti í kvöld. visir/vilhelm
Í dag tekur Félag Háskólakennara ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í Háskóla Íslands, á lögbundnum prófatíma dagana 25. apríl til 10. maí.

Boða þarf til verkfalls fyrir miðnætti í kvöld eða fimmtán dögum fyrir verkfall.

Á vefsíðu Stúdentaráðs, 9. apríl, hafa tæplega 3.500 manns sent þingmönnum og ráðamönnum eftirfarandi skilaboð:

Kæri þingmaður, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi okkar Íslendinga þá á ég við þig erindi:

Verkfall það sem vofir yfir Háskóla Íslands á prófatímum er mikið áfall fyrir 14.000 stúdenta, 4400 starfsmenn skólans og samfélagið allt. Veruleikinn sem blasir við stúdentum er napur og afleiðingarnar yrðu hörmulegar; verkfall mun eyðileggja prófatímabil stúdenta, útborgun námslána, sumarvinnu og kostnaðarsamar ferðaáætlanir.

Setjast þarf að samningaborðinu strax og allur þungi lagður í að ná samningum fyrir 9. apríl. Nauðsynlegt er að fjármálaráðherra og þingheimur útvegi fé svo ná megi fram ásættanlegum og réttlátum samningum við kennara. Aðeins þannig má tryggja samkeppnishæfni íslenskra menntastofnana á alþjóðamælikvarða.

Við krefjumst þess að samningar náist áður en boða þarf til verkfalls þann 9 apríl. Ég skora á þig að leggja þitt á vogarskálarnar og tryggja að svo verði. Því 14.000 stúdentar eru örvæntingarfullir og þann 9. apríl verða þeir milli steins og sleggju.


Tengdar fréttir

Með helmingi lægri laun en kollegarnir

Félag háskólakennara samþykkti í dag verkfall með miklum meirihluta. Ef samningar við ríkið nást ekki á næstu vikum hefst verkfallið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×