Innlent

„Við munum ekki sætta okkur við verkfall, nú setjum við hnefann í borðið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs.
María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs.
Þann 9. apríl 2014 munu örlög 14.000 háskólanema ráðast. Þann dag tekur Félag Háskólakennara ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í Háskóla Íslands, á lögbundnum prófatíma dagana 25. apríl til 10. maí.

Stjórnvöld hafa því aðeins innan við viku til þess að semja við Félag Háskólakennara svo afstýra megi verkfalli en í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að verkfallið gæti eyðilagt prófatímabil stúdenta, útborgun námslána, sumarvinnu og kostnaðarsamar ferðaáætlanir.

„Stúdentaráð hefur látið útbúa vefsíðuna 9. april þar sem hægt er að senda öllum þingmönnum og ráðamönnum þessarar þjóðar einföld skilaboð. Síðan var send út í loftið klukkan 08:00 í morgun og strax hafa yfir 500 manns skrifað undir,“ segir í yfirlýsingunni.

Tilgangur síðunnar er að fá sem flesta til að senda þingmönnum póst, til þess að vekja athygli á stöðunni og þrýsta af fullum krafti á að hlustað verði á nema við Háskólana.

„Við munum ekki sætta okkur við verkfall, nú setjum við hnefann í borðið og krefjumst þess að óvissunni verði eytt, fyrir 9.apríl og fókusinn settur á þá 14.000 einstaklinga sem eiga framtíðarplön sín undir.“


Tengdar fréttir

Stúdentar með 25% afslætti

Nú er að líða önnur vika verkfalls í framhaldsskólunum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Menntamálaráðherra rak skyndilega flein í samningagerðina og tefur verkið.

Með helmingi lægri laun en kollegarnir

Félag háskólakennara samþykkti í dag verkfall með miklum meirihluta. Ef samningar við ríkið nást ekki á næstu vikum hefst verkfallið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir nemendur.

Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara

Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.

Franskan er svo fjölbreytt

Félag frönskukennara fagnar fertugsafmæli með því að fá Louis-Jean Calvet, málvísindamann og rithöfund, til að halda fyrirlestur á Háskólatorgi á morgun klukkan 17.

25 þúsund manns skaðast í verkfalli

Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×