„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2014 15:59 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/pjetur „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum. Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum.
Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27