„Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 18:29 Vísir/Pjetur Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira