Knúz boðar til leikfangabrennu Bjarki Ármannsson skrifar 1. apríl 2014 09:00 Brennan á að fara fram á bílastæði Kringlunnar. Vísir/GVA Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira