Himneskir sjávarréttir að hætti Arnars Ellý Ármanns skrifar 21. mars 2014 14:30 Sjávarfangið sem Arnar matreiddi var frá Alaska og Florida. myndir/Ármann E. Jónsson „Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum. Matur Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
„Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum.
Matur Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira