Innlent

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði.
Hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. vísir/vilhelm
Hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði en á Suðurlandi er sumsstaðar nokkur hálka eða snjóþekja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Hálka eða snjóþekja er á velflestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Búið er að stinga í gegn á Þröskuldum og unnið er að útmokstri. Klettsháls er ófær en verið er að moka. Á Norðurlandi eru vegir mikið til auðir vestan Blönduóss en hálkublettir í Langadal, á Vatnsskarði og í Skagafirði.

Við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum er víða meiri hálka eða snjóþekja. Hólasandur er ófær. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru ófær en þar er unnið að mokstri. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Verið er að opna Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra. Þæfingsfærð er á Hróarstunguvegi og í Skriðdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×