Innlent

Spá stormi í nótt og í fyrramálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Veðurstofa Íslands varar við stormi sunnan- og vestanlands í fyrramálið. Spáð er suðaustan 18-23 m/s með talsverði rigningu í nótt og í fyrramálið. Draga mun þó úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun.

Þá er spáð 10 stiga hita þegar fram kemur á morgundaginn, hlýjast á norðausturlandi.

Veður þetta orsakast af tveimur lægðum við landið. Önnu er 992 mb skammt norðvestur af Jan Mayen. Um 300 kílómetra suður af Hvarfi er 960 mb lægð sem hreyfist norðaustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×