Gífurleg úrkoma hefur verið á Snæfellsnesi í nótt og í morgun og samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur úrkoman í Grundarfirði verið 79,9 mm.
Þá hefur einnig verið ófært á milli byggðarlaga á norðanverðu Snæfellsnesi vegna sterkra vinda.
Vegagerðin hefur sett 10 tonna þungatakmarkanir á alla vegi á Snæfellsnesi vegna aurbleytu og/eða hættu á slitlagsskemmdum.