„Ekki króna lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2014 22:11 Gylfi Arnbjörnsson Vísir/GVA Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur tjáð sig um þær aðgerðir sem Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. Gylfi birtir færslu á Fésbókarsíðu sinni og segir hann þar að það sé ljóst hvaða hópur ríkisstjórnin telji ekki hafa þörf fyrir aðstoð. „Nú hafa frumvörpin litið dagsins ljós og þá geta þeir sem ríkisstjórnin telur í mestri þörf fyrir aðstoð og leiðréttingu farið að reikna sinn skerf. Jafnframt er það orðið ljóst hverjir ríkisstjórnin telur ekki hafa þörf fyrir aðstoð,“ segir í færslu Gylfa. Hann vitnar því næst í 3. grein laganna: ,,Leiðrétting tekur ekki til lögaðila, þrátt fyrir að til láns hafi verið stofnað með beinum eða óbeinum hætti í þágu einstaklinga, þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög.'' Gylfi segir að undir þetta ákvæði falla t.d. öll lán sem Íbúðalánasjóður veiti til byggingu og reksturs félagslegs íbúðahúsnæðis fyrir tekjulægri fjölskyldur, eldri borgara og námsmenn. „Skilyrði fyrir slíku láni (sem öll voru verðtryggð) er að leigjendur hjá þessum aðilum séu mjög tekjulágir, en leiga þessara aðila er verðtryggð á móti verðtryggða láninu. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig ríkisstjórnin getur leyft sér að leggja fram 150 milljarða króna aðgerð (að eigin sögn) þar sem ekki króna er lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar.“ Gylfi segir að ríkisstjórnin hafi ekki manndóm til að minnsta kosti reyna að útskýra þetta í greinargerðinni. „Þar er látið nægja að segja að aðgerðin nái bara til einstaklinga ekki lögaðila. Nú þarf húsnæðismálaráðherrann frá Framsókn að útskýra fyrir okkur hvers vegna hún telur að húsnæðissamvinnufélög sé einhvern lausnarorð í nútímanum. Hvernig gat Framsóknarflokkurinn staðið að þessu svona?“ Tengdar fréttir Hámark hálf milljón á ári Miðað er við hverja fjölskyldu og fasteign. 26. mars 2014 14:40 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur tjáð sig um þær aðgerðir sem Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. Gylfi birtir færslu á Fésbókarsíðu sinni og segir hann þar að það sé ljóst hvaða hópur ríkisstjórnin telji ekki hafa þörf fyrir aðstoð. „Nú hafa frumvörpin litið dagsins ljós og þá geta þeir sem ríkisstjórnin telur í mestri þörf fyrir aðstoð og leiðréttingu farið að reikna sinn skerf. Jafnframt er það orðið ljóst hverjir ríkisstjórnin telur ekki hafa þörf fyrir aðstoð,“ segir í færslu Gylfa. Hann vitnar því næst í 3. grein laganna: ,,Leiðrétting tekur ekki til lögaðila, þrátt fyrir að til láns hafi verið stofnað með beinum eða óbeinum hætti í þágu einstaklinga, þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissamvinnufélög.'' Gylfi segir að undir þetta ákvæði falla t.d. öll lán sem Íbúðalánasjóður veiti til byggingu og reksturs félagslegs íbúðahúsnæðis fyrir tekjulægri fjölskyldur, eldri borgara og námsmenn. „Skilyrði fyrir slíku láni (sem öll voru verðtryggð) er að leigjendur hjá þessum aðilum séu mjög tekjulágir, en leiga þessara aðila er verðtryggð á móti verðtryggða láninu. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig ríkisstjórnin getur leyft sér að leggja fram 150 milljarða króna aðgerð (að eigin sögn) þar sem ekki króna er lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar.“ Gylfi segir að ríkisstjórnin hafi ekki manndóm til að minnsta kosti reyna að útskýra þetta í greinargerðinni. „Þar er látið nægja að segja að aðgerðin nái bara til einstaklinga ekki lögaðila. Nú þarf húsnæðismálaráðherrann frá Framsókn að útskýra fyrir okkur hvers vegna hún telur að húsnæðissamvinnufélög sé einhvern lausnarorð í nútímanum. Hvernig gat Framsóknarflokkurinn staðið að þessu svona?“
Tengdar fréttir Hámark hálf milljón á ári Miðað er við hverja fjölskyldu og fasteign. 26. mars 2014 14:40 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41
Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11
Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00
Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt. 26. mars 2014 10:00
Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30