Innlent

Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til

Heimir Már Pétursson skrifar
Formenn stjórnarflokkanna gagnrýndu fyrri ríkisstjórn fyrir að gera ekki nóg fyrir skuldug heimili. Þeir eru sammála um að boðaðar aðgerðir séu viðameiri en það sem ríkisstjórnin sem fór frá í fyrra gerði á síðasta kjörtímabili.

Eftir fáum aðgerðum hefur verið beðið með ein mikilli eftirvæntingu að þeim aðgerðum sem loks voru kynntar í dag. Óhætt er að fullyrða að mikinn kosningasigur Framsóknarflokksins vorið 2013 megi rekja til loforða hans í þessum efnum.

Í viðtalinu hér að ofan segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra m.a. að þar með sé búið að efna það sem kallað hefur verið stærsta kosningaloforð síðari tíma. Aðgerðirnar muni hafa mikil áhrif fyrir heimilin í landinu og efnahagslífið allt. Þessi einstaka aðgerðir geri meira fyrir skuldug heimili en allar þær aðgerðir sem síðustu stjórnvöld gripu til.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að séreignarsparnaður muni einnig nýtast þeim sem eru að safna fyrir útborgun í húsnæði á næstu fimm árum, hvort sem það er fyrsta íbúð eða ekki.

Þetta sé væntanlega stærsta aðgerðin sem ríkisstjórnin muni grípa til í þessum efnum. Ekki verði kynntar viðlíka aðgerðir á næstunni.

Sjá viðtal við Bjarna og Sigmund Davíð hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×