Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán Kjartan Atli Kjartansson og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. mars 2014 16:41 VÍSIR/VALLI „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira