Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán Kjartan Atli Kjartansson og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. mars 2014 16:41 VÍSIR/VALLI „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
„Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira